Útvarpið á enn líf í bílum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 12:42 Valmynd fyrir útvarpsstöðvar í Audi bíl. Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent