Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru fjarverandi fyrsta þingfund eftir tveggja vikna páskaleyfi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sjá meira
Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13
Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15