Með fimm högga forystu þegar Masters mótið er hálfnað 11. apríl 2015 02:32 Nær einhver að stöðva Jordan Spieth? Getty Þegar að Masters mótið er hálfnað leiðir bandaríska ungstirnið Jordan Spieth en hann er á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo. Frammistaða Spieth hefur verið með ólíkindum en hann hefur aðeins fengið einn skolla það sem af er móti. Heilum fimm höggum á eftir kemur landi hans Charley Hoffman en hann er á níu höggum undir pari eftir 36 holur.Paul Casey, Justin Rose og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en það verður spennandi að sjá hvort að einhverjum þeirra takist að gera atlögu að Spieth á þriðja hring á morgun.Tiger Woods hefur leikið ágætt golf í endurkomu sinni og er jafn í 19. sæti á samtals tveimur höggum undir pari eftir hring upp á 69 högg á öðrum hring í kvöld. Nokkur stór nöfn duttu úr leik og náðu ekki niðurskurðinum sem miðaðist við tvö högg yfir pari en þar má helst nefna Jim Furyk, Luke Donald, Martin Kaymer og J.B. Holmes sem sigraði á síðasta móti á PGA-mótaröðinni. Þriðji hringur frá Augusta National verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þegar að Masters mótið er hálfnað leiðir bandaríska ungstirnið Jordan Spieth en hann er á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo. Frammistaða Spieth hefur verið með ólíkindum en hann hefur aðeins fengið einn skolla það sem af er móti. Heilum fimm höggum á eftir kemur landi hans Charley Hoffman en hann er á níu höggum undir pari eftir 36 holur.Paul Casey, Justin Rose og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en það verður spennandi að sjá hvort að einhverjum þeirra takist að gera atlögu að Spieth á þriðja hring á morgun.Tiger Woods hefur leikið ágætt golf í endurkomu sinni og er jafn í 19. sæti á samtals tveimur höggum undir pari eftir hring upp á 69 högg á öðrum hring í kvöld. Nokkur stór nöfn duttu úr leik og náðu ekki niðurskurðinum sem miðaðist við tvö högg yfir pari en þar má helst nefna Jim Furyk, Luke Donald, Martin Kaymer og J.B. Holmes sem sigraði á síðasta móti á PGA-mótaröðinni. Þriðji hringur frá Augusta National verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira