Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2015 11:25 Þorsteinn Stefánsson með flottann sjóbirting úr Húseyjakvísl Húseyjakvísl er ein af skemmtilegri ám til að veiða á vorin en eins og veiðimenn þekkja þá verða menn að vera búnir undir allar tegundir af veðri þegar þeir veiða á þessum árstíma. Það fengu félagarnir Þorsteinn, Magni, Oliver og Óskar að sannreyna þegar þeir veiddu í ánni fyrir tveimur dögum. "Við fengum allar tegundir af veðri, snjó á degi tvö og mikinn vind. rosalegan vind á degi þrjú og síðan logn og sól á degi fjögur" sagði Þorsteinn Stefánsson þegar við heyrðum í honum eftir þessa eftirminnilegu ferð. " Við vorum í hálfan,heilan,heilan,hálfan. fengum 26 fiska. marga á mili 60 - 70cm og nokkra yfir 70cm. Frábær veiði á flotlínur með sink tip. blackghost aðallega og svo nokkrar heimatilbúnar með hvítu í, Cuntslayer og Píkuslí". "Rosalega skemmtileg á og geðveikir fiskar,sterkir. frábært veiðihús og við viljum þakka Valgarði Ragnarssyni kærlega fyrir allt, hann stendur rosalega vel að öllu þarna, og á hrós skilið fyrir sína vinnu og afrek þarna . það var eldað læri og kjötsúpu eins og alvöru veiðiferðir eiga að vera" bætir Þorsteinn við. Framundan er frábær tími í ánni og klárt mál að þeir sem eiga daga þarna framundan eiga gott í vændum. Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði 540 fiskar á land á sjö dögum Veiði
Húseyjakvísl er ein af skemmtilegri ám til að veiða á vorin en eins og veiðimenn þekkja þá verða menn að vera búnir undir allar tegundir af veðri þegar þeir veiða á þessum árstíma. Það fengu félagarnir Þorsteinn, Magni, Oliver og Óskar að sannreyna þegar þeir veiddu í ánni fyrir tveimur dögum. "Við fengum allar tegundir af veðri, snjó á degi tvö og mikinn vind. rosalegan vind á degi þrjú og síðan logn og sól á degi fjögur" sagði Þorsteinn Stefánsson þegar við heyrðum í honum eftir þessa eftirminnilegu ferð. " Við vorum í hálfan,heilan,heilan,hálfan. fengum 26 fiska. marga á mili 60 - 70cm og nokkra yfir 70cm. Frábær veiði á flotlínur með sink tip. blackghost aðallega og svo nokkrar heimatilbúnar með hvítu í, Cuntslayer og Píkuslí". "Rosalega skemmtileg á og geðveikir fiskar,sterkir. frábært veiðihús og við viljum þakka Valgarði Ragnarssyni kærlega fyrir allt, hann stendur rosalega vel að öllu þarna, og á hrós skilið fyrir sína vinnu og afrek þarna . það var eldað læri og kjötsúpu eins og alvöru veiðiferðir eiga að vera" bætir Þorsteinn við. Framundan er frábær tími í ánni og klárt mál að þeir sem eiga daga þarna framundan eiga gott í vændum.
Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði 540 fiskar á land á sjö dögum Veiði