„Stærsta og flottasta sýning okkar í vetur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 15:14 „Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira