Topplistinn: Uppáhalds snyrtivörur Glamour Ritstjórn skrifar 1. maí 2015 12:15 Ritstjórn Glamour deilir sínum uppáhalds snyrtivörum þennan mánuðinn.1. Þreytubaninn Eftir erfiðan dag er ekkert betra en að eiga nokkra svokallaða þreytubana inn í ísskáp. Kælandi augnpúðarnir frá Skyn Iceland hafa vakið lukku um allan heim. Þá er einnig hægt að setja yfir farða til að fríska upp á útlitið.Nola.is2. Gullpenninn í hátíðarbúningiFlestar konur hafa prufað hinn fræga gullpenna frá YSL sem núna er kominn í sérstakan hátíðarbúning. Penninn hefur verið á markaðnum í rúmlega tuttugu ár. Hyljari sem gefur ljómandi áferð - hver er ekki hrifinn af því? Hann er fullkominn til að eyða burt vetrargrámanum af andlitinu. 3. Gullgrunnur frá YSLFarðagrunnur sem gefur húðinni ljóma, jafnar húðlit, fyllir upp í fínar línur og lætur farða haldast lengur yfir daginn. Húðin verður silkimjúk og ekki skemmir fyrir að lyktin er góð. Hægt að nota undir farða eða einan og sér.Touché Éclat Blur Primer - YSL 4. Fljótandi farði í boxiVið erum mjög hrifnar af nýjasta farðanum frá Lancome, Miracle Cushion Foundation, fljótandi farða í hulstri. Umbúðir eru handhægar þar sem farðinn er geymdur í svampi og hægt að bera á með púða, pensli eða fingrum. Flott nýjung sem hefur farið sigurför um snyrtivöruheiminn. 5. Náttúrulegt fylliefniNýjasta varan frá hinu íslenska Ankra er serum unnið úr sjávarkollageni og ensímum. Berið lítið magn á húðina bæði kvölds og morgna. Falleg hönnun á flöskunni skemmir ekki fyrir.Ankra.is 6. Olíuborin húðÞessa stundina snýst allt um olíur fyrir húð og hár. Hreinsiolían Sublime Glow frá L'Oreal fjarlægir óhreinindi á einfaldan og þægilegan hátt. Svo ekki sé minnst á að gefa mattri og þreyttri húð aukaraka og ljóma. 7. Nýtt merki til ÍslandsMichael Kors er þegar ansi þekkt merki hér á landi - nú er í fyrsta skipti komin til landsins förðunarlína frá tískurisanum. Línan kallast Sporty, Sexy, Glam. Hún inniheldur varaliti, sólarpúður, kinnaliti og ilmvatn. 8. Bláa lónið heim í stofu Nú er óþarfi að örvænta þó að þú komist ekki í Bláa lónið eins oft og þú vildir. Blue Lagoon skincare hefur nú sett á markað ilmkerti með mildri lykt fyrir heimilið. Ilmurinn af kertinu endurnærir sál og líkama. Ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru stílhreinar og smekklegar. 9. Handblandaðar olíur Fallegar umbúðir heilla eins og þessar sem innihalda ilmvötn frá OLO Fragrance. Þau eru öll handblönduð úr ilmkjarnaolíum. Ekki skemmir fyrir að þau eru í afar hentugri töskustærð. Ilmvötnin eru fyrir bæði kyn.Aftur Mest lesið Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour Sýna samstöðu í svörtu Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour
Ritstjórn Glamour deilir sínum uppáhalds snyrtivörum þennan mánuðinn.1. Þreytubaninn Eftir erfiðan dag er ekkert betra en að eiga nokkra svokallaða þreytubana inn í ísskáp. Kælandi augnpúðarnir frá Skyn Iceland hafa vakið lukku um allan heim. Þá er einnig hægt að setja yfir farða til að fríska upp á útlitið.Nola.is2. Gullpenninn í hátíðarbúningiFlestar konur hafa prufað hinn fræga gullpenna frá YSL sem núna er kominn í sérstakan hátíðarbúning. Penninn hefur verið á markaðnum í rúmlega tuttugu ár. Hyljari sem gefur ljómandi áferð - hver er ekki hrifinn af því? Hann er fullkominn til að eyða burt vetrargrámanum af andlitinu. 3. Gullgrunnur frá YSLFarðagrunnur sem gefur húðinni ljóma, jafnar húðlit, fyllir upp í fínar línur og lætur farða haldast lengur yfir daginn. Húðin verður silkimjúk og ekki skemmir fyrir að lyktin er góð. Hægt að nota undir farða eða einan og sér.Touché Éclat Blur Primer - YSL 4. Fljótandi farði í boxiVið erum mjög hrifnar af nýjasta farðanum frá Lancome, Miracle Cushion Foundation, fljótandi farða í hulstri. Umbúðir eru handhægar þar sem farðinn er geymdur í svampi og hægt að bera á með púða, pensli eða fingrum. Flott nýjung sem hefur farið sigurför um snyrtivöruheiminn. 5. Náttúrulegt fylliefniNýjasta varan frá hinu íslenska Ankra er serum unnið úr sjávarkollageni og ensímum. Berið lítið magn á húðina bæði kvölds og morgna. Falleg hönnun á flöskunni skemmir ekki fyrir.Ankra.is 6. Olíuborin húðÞessa stundina snýst allt um olíur fyrir húð og hár. Hreinsiolían Sublime Glow frá L'Oreal fjarlægir óhreinindi á einfaldan og þægilegan hátt. Svo ekki sé minnst á að gefa mattri og þreyttri húð aukaraka og ljóma. 7. Nýtt merki til ÍslandsMichael Kors er þegar ansi þekkt merki hér á landi - nú er í fyrsta skipti komin til landsins förðunarlína frá tískurisanum. Línan kallast Sporty, Sexy, Glam. Hún inniheldur varaliti, sólarpúður, kinnaliti og ilmvatn. 8. Bláa lónið heim í stofu Nú er óþarfi að örvænta þó að þú komist ekki í Bláa lónið eins oft og þú vildir. Blue Lagoon skincare hefur nú sett á markað ilmkerti með mildri lykt fyrir heimilið. Ilmurinn af kertinu endurnærir sál og líkama. Ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru stílhreinar og smekklegar. 9. Handblandaðar olíur Fallegar umbúðir heilla eins og þessar sem innihalda ilmvötn frá OLO Fragrance. Þau eru öll handblönduð úr ilmkjarnaolíum. Ekki skemmir fyrir að þau eru í afar hentugri töskustærð. Ilmvötnin eru fyrir bæði kyn.Aftur
Mest lesið Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour Sýna samstöðu í svörtu Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour