Geta ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 18:45 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
„Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43
„Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42
Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34
Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18
Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06
Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent