Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:29 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda. Alþingi Lekamálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira