Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Linda Blöndal skrifar 26. apríl 2015 19:30 Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið. Verkfall 2016 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið.
Verkfall 2016 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent