Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 17:20 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals í kjölfar skjálftans. Vísir/AFP Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20