Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 12:44 Illugi segir tengsl sín við Orka Energy ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra greinir frá því í samtali við RÚV í dag að hann leigi húsið sitt af Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orka Energy. Tengsl Illuga við fyrirtækið, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið nokkuð rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Illugi segir að hann hafi selt íbúð sína til Hauks vegna fjárhagserfiðleika sem hann lenti í eftir hrun. Hann leigi það nú af Hauki. Hann fullyrðir að þetta hafi ekki haft áhrif á störf hans sem ráðherra. Samkvæmt fasteignaskrá seldi Illugi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur til OG Capital ehf, félags í eigu Hauks Harðarsonar, þann 23. júlí í fyrra. Afhendingardagur er hins vegar skráður mörgum mánuðum fyrr, eða þann 31. desember árið 2013. Samkvæmt ársreikningi OG Capital árið 2013 er íbúðin metin á rúmlega 52,9 milljónir. Fjölmiðlar fjölluðu um tengsl Illuga og Orku Energy fyrr í mánuðinum. Illugi gegndi ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækið á þeim tíma sem hann var utan þings vegna verkefna þess í Asíu. Aðilar á vegum Orku tóku svo þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði. Í samtali við Vísi sagðist Illugi þá ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku. Fulltrúum fyrirtækisins hafi ekki verið boðið til Kína af ráðuneytinu. „Það hefði verið mjög óeðlilegt ef þeir hefðu ekki komið að þeim þætti þessarar ferðar, rétt eins og það fyrirtæki hefur verið með í för þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru í Kína,“ segir Illugi við RÚV í dag. Hann segist ekki haft gert neitt annað en sér hafi borið í sínu embætti vegna tenginga Orku Energy í Kína. Þær séu mikilvægar fyrir Ísland. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra greinir frá því í samtali við RÚV í dag að hann leigi húsið sitt af Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orka Energy. Tengsl Illuga við fyrirtækið, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið nokkuð rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Illugi segir að hann hafi selt íbúð sína til Hauks vegna fjárhagserfiðleika sem hann lenti í eftir hrun. Hann leigi það nú af Hauki. Hann fullyrðir að þetta hafi ekki haft áhrif á störf hans sem ráðherra. Samkvæmt fasteignaskrá seldi Illugi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur til OG Capital ehf, félags í eigu Hauks Harðarsonar, þann 23. júlí í fyrra. Afhendingardagur er hins vegar skráður mörgum mánuðum fyrr, eða þann 31. desember árið 2013. Samkvæmt ársreikningi OG Capital árið 2013 er íbúðin metin á rúmlega 52,9 milljónir. Fjölmiðlar fjölluðu um tengsl Illuga og Orku Energy fyrr í mánuðinum. Illugi gegndi ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækið á þeim tíma sem hann var utan þings vegna verkefna þess í Asíu. Aðilar á vegum Orku tóku svo þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði. Í samtali við Vísi sagðist Illugi þá ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku. Fulltrúum fyrirtækisins hafi ekki verið boðið til Kína af ráðuneytinu. „Það hefði verið mjög óeðlilegt ef þeir hefðu ekki komið að þeim þætti þessarar ferðar, rétt eins og það fyrirtæki hefur verið með í för þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru í Kína,“ segir Illugi við RÚV í dag. Hann segist ekki haft gert neitt annað en sér hafi borið í sínu embætti vegna tenginga Orku Energy í Kína. Þær séu mikilvægar fyrir Ísland.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57