Tólf bráðsnjöll húsráð sem munu auðvelda okkur lífið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2015 14:45 Góð húsráð eru öllum ómissandi. Góð húsráð eru öllum ómissandi. Vísir hefur því tekið þau nokkur bráðsnjöll saman sem gott er að grípa til við hvimleiðum vandamálum. Þessi húsráð og fleiri má finna hér. Salt og sítróna á skurðarbrettið Eflaust kannast flestir við hið leiðigjarna verkefni að þrífa skurðarbretti. Vökvi og ýmis óhreinindi eiga það til að safnast saman ofan í skurðum sem í þeim myndast og því oftar en ekki erfiðis vinna að hreinsa þau, sér í lagi skurðarbretti úr tré. Vinnan þarf þó ekki að vera svo erfið.SaltSítróna Það eina sem þarf er sítróna og gróft salt. Nudda skal sítrónunni og saltinu við brettið sem leysir upp öll óhreinindi. Að því loknu nægir að skola brettið með sápu og vatni.Hversu mikið snjallræði?mynd/real life housewifeSturtuhausinn skolaður Hvernig í ósköpunum á að þrífa sturtuhaus, spyrja margir. Verkefnið er einfalt. Einungis þarf að setja smá dreitil af ediki í plastpoka og plastpokinn festur með teygju á sturtuhausinn. Eftir eina til tvær klukkustundir er sturtuhausinn eins og nýr.EdikPlastpokiTeygjaGólfteppi og dýnur Það getur verið afar erfitt að þrífa gólfteppi og dýnur. Það þarf þó ekki að vera svo erfitt. Best er að byrja á að ryksuga burt helstu óhreinindin og í kjölfarið dreifa smá matarsóda á yfirborðið. Eftir að matarsódinn hefur fengið að liggja í nokkrar klukkustundir er ryksugan notuð að nýju og dýnan orðin hrein.RyksugaMatarsódiÞað þarf greinilega ekki að vera svo erfitt að þrífa rifjárnið.mynd/Rachel vs. RamenKartöflur á rifjárnin Líklega hafa einhverjir svamparnir og uppþvottaburstarnir endað í ruslinu eftir að hafa hamast á rifjárninu í einhvern tíma. Til þess að þrífa rifjárn á sem einfaldastan hátt er snjallt að nudda einni kartöflu við járnið. Lífræn sýra kartöflunnar [e.oxalic acid] leysir upp óhreinindin og nægir því að skola járnið að notkun lokinni.KartaflaVatnEngin þörf á að hamast á örbylgjuofninum Hamagangur einkennir oft þrif á örbylgjuofnum. Í stað þess að eyða orku í þrifin er snjallræði að fylla eina skál af vatni og ediki, setja hana inn í ofninn og leyfa honum að vinna sína vinnu í um tvær mínútur. Að því loknu er nóg að þurrka aðeins yfir ofninn.EdikVatnHlutirnir þurfa ekki að vera svo flóknir. Ótrúlegt en satt.mynd/Brady Lou Project Guru Leikföngin leiðigjörnuReglulega þarf að þrífa leikföng barnanna, eins og foreldrar kannast eflaust flestir við. Leikföngin eru mörg og margvísleg og því tímafrekt að þrífa hvert og eitt einasta. Þeir sem búa við þann munað að eiga uppþvottavél geta skellt leikföngunum þangað inn og fengið þau eins og ný til baka. Passa þarf þó upp á hitastigið.UppþvottavélKaffivélin orðin þreytt? Sambland af vatni og ediki er til margs nýtilegt. Til að mynda þegar þrífa þarf kaffivélina. Blöndunni er hellt í vélina og hún sett af stað. Gott er að leyfa blöndunni að sitja í um það bil eina klukkustund áður en kveikt er á könnunni að nýju. Að lokum er hreint vatn sett í vélina og henni leyft að vinna, allt þar til ediklyktin er horfin.VatnEdikAuðveldara er að ná taki á rimlunum með sokki.mynd/Keep Home SimpleHvernig á að þrífa rimlagardínur? Erfitt getur reynst að þrífa rimlagardínur. Rimlarnir eru margir, ryksugan gerir lítið gagn og tuskan jafnvel líka, svo ekki sé talað um tímann sem fer í verkið. Rykið virðist alltaf gera sig heimakært á gardínunum og erfitt er að ná því af. Þess vegna komum við aftur að vatninu og edikinu. Þetta húsráð er kannski ekkert snjallræði, en eftir því sem Vísir kemst næst, eitt það besta. Gott er að klæða aðra höndina í gamlan sokk (helst hreinan) og dýfa honum ofan í ediksblönduna. Þannig er hægt að ná góðu taki á rimlunum en edikið er til þess fallið að koma hverri einustu rykörðu burt fyrir fullt og allt (í smá tíma í það minnsta). Svo er best að taka hinn sokkinn og þurrka bleytuna burt. Mýkingarefni er einnig hægt að nota í stað ediksins, það lyktar betur í það minnsta.VatnEdik eða mýkingarefniSokkurSalt í eldfasta mótið Eldföst mót eru ekkert til að hrópa húrra yfir. Fita og önnur óhreinindi koma sér afar haganlega fyrir í mótinu en eins og margir vita er erfitt að þrífa burtu fitu. Gott er að setja dass af grófu salti ofan í mótið og nudda það með volgu vatni og bursta eða svampi. Voilá, eldfasta mátið er hreint!Gróft saltVolgt vatnBeygla á málverkið. „Easy peasy“ eins og þeir segja vestanhafs.mynd/The Brick HouseBeygla á málverkið Fátt er leiðinlegra en að sjá málverkin fögru sem prýða heimilisveggina svo vel verða óhrein. En hvernig á að koma í veg fyrir það? Það er einfalt. Ein beygla (brauðsneið dugar líka) og málið er dautt. Það eina sem þarf að gera er að nudda brauðbitanum við málverkið og það verður eins og nýtt.Beygla Tandurhreinn blandari á örskotsstundu Það þarf ekki alltaf að taka blandarann í sundur til að þrífa hann. Stundum má vera latur. Því ætti að duga að setja í hann heitt vatn og dreitil af sápu og kveikja svo á honum. Áður en þú veist af er blandarinn tandurhreinn. Heitt vatnUppþvottalögurTannburstinn tekinn í gegn Rannsóknir hafa sýnt að mikill fjöldi fólks þrífur ekki tannburstana sína. Ótrúlegt magn af óhreinindum sem við sjáum ekki safnast fyrir á burstanum og því er þörf á að skipta honum út á um það bil þriggja mánaða fresti. Þá er einnig þörf á að þrífa hann nokkrum sinnum á því tímabili. Það sem þarf er hreinn bolli og edit. Burstanum er dýft í edikið og leyft að liggja þar í nokkrar klukkustundir. Að því loknu er hann þrifinn með vatni og þá er tannburstinn orðinn örlítið hreinni. VatnEdik Húsráð Tengdar fréttir Húsráð: Hve oft á að þvo handklæði? Hægt að nota þau þrisvar eða oftar áður en þeim er hent í þvottavélina. 27. nóvember 2014 19:00 Húsráð Vísis: Snjallræði til að loka plastpokum Plastpokatappi! Ýmsir kannast við þá þreyttu þraut að reyna að loka plastpoka en í honum er of mikið til að hægt sé með góðu móti að hnýta hnút. Hér er ráð við því. 30. október 2014 09:57 Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu sem gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk. 31. október 2014 14:20 Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Mikil gasmengun hefur mælst á Höfn í Hornafirði seinustu daga en gasmælir þar varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara Björk Sigurðardóttir fékk hins vegar hugmynd að nýjum gasmæli sem aldrei verður batteríslaus. 28. október 2014 12:54 Húsráð: Góð leið til að þrífa upp glerbrot Eina brauðsneið er hægt að nýta í margt. 24. nóvember 2014 20:00 Húsráð: Bættu uppþvottalegi í rúðupissið „Það er til einfalt ráð til að losna við tjöruna,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður félags íslenskra bifreiðaeiganda, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. 5. mars 2015 11:11 Húsráð: Fljótlegri leið til að þrífa mottur Og það er meira að segja hægt að gera það með matvöru sem flestir eiga í eldhússkápnum. 19. desember 2014 21:00 Húsráð: Notaðu stöku sokkana til að þrífa Hver kannast ekki við það að eiga staka sokka út um allt? 15. desember 2014 17:30 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira
Góð húsráð eru öllum ómissandi. Vísir hefur því tekið þau nokkur bráðsnjöll saman sem gott er að grípa til við hvimleiðum vandamálum. Þessi húsráð og fleiri má finna hér. Salt og sítróna á skurðarbrettið Eflaust kannast flestir við hið leiðigjarna verkefni að þrífa skurðarbretti. Vökvi og ýmis óhreinindi eiga það til að safnast saman ofan í skurðum sem í þeim myndast og því oftar en ekki erfiðis vinna að hreinsa þau, sér í lagi skurðarbretti úr tré. Vinnan þarf þó ekki að vera svo erfið.SaltSítróna Það eina sem þarf er sítróna og gróft salt. Nudda skal sítrónunni og saltinu við brettið sem leysir upp öll óhreinindi. Að því loknu nægir að skola brettið með sápu og vatni.Hversu mikið snjallræði?mynd/real life housewifeSturtuhausinn skolaður Hvernig í ósköpunum á að þrífa sturtuhaus, spyrja margir. Verkefnið er einfalt. Einungis þarf að setja smá dreitil af ediki í plastpoka og plastpokinn festur með teygju á sturtuhausinn. Eftir eina til tvær klukkustundir er sturtuhausinn eins og nýr.EdikPlastpokiTeygjaGólfteppi og dýnur Það getur verið afar erfitt að þrífa gólfteppi og dýnur. Það þarf þó ekki að vera svo erfitt. Best er að byrja á að ryksuga burt helstu óhreinindin og í kjölfarið dreifa smá matarsóda á yfirborðið. Eftir að matarsódinn hefur fengið að liggja í nokkrar klukkustundir er ryksugan notuð að nýju og dýnan orðin hrein.RyksugaMatarsódiÞað þarf greinilega ekki að vera svo erfitt að þrífa rifjárnið.mynd/Rachel vs. RamenKartöflur á rifjárnin Líklega hafa einhverjir svamparnir og uppþvottaburstarnir endað í ruslinu eftir að hafa hamast á rifjárninu í einhvern tíma. Til þess að þrífa rifjárn á sem einfaldastan hátt er snjallt að nudda einni kartöflu við járnið. Lífræn sýra kartöflunnar [e.oxalic acid] leysir upp óhreinindin og nægir því að skola járnið að notkun lokinni.KartaflaVatnEngin þörf á að hamast á örbylgjuofninum Hamagangur einkennir oft þrif á örbylgjuofnum. Í stað þess að eyða orku í þrifin er snjallræði að fylla eina skál af vatni og ediki, setja hana inn í ofninn og leyfa honum að vinna sína vinnu í um tvær mínútur. Að því loknu er nóg að þurrka aðeins yfir ofninn.EdikVatnHlutirnir þurfa ekki að vera svo flóknir. Ótrúlegt en satt.mynd/Brady Lou Project Guru Leikföngin leiðigjörnuReglulega þarf að þrífa leikföng barnanna, eins og foreldrar kannast eflaust flestir við. Leikföngin eru mörg og margvísleg og því tímafrekt að þrífa hvert og eitt einasta. Þeir sem búa við þann munað að eiga uppþvottavél geta skellt leikföngunum þangað inn og fengið þau eins og ný til baka. Passa þarf þó upp á hitastigið.UppþvottavélKaffivélin orðin þreytt? Sambland af vatni og ediki er til margs nýtilegt. Til að mynda þegar þrífa þarf kaffivélina. Blöndunni er hellt í vélina og hún sett af stað. Gott er að leyfa blöndunni að sitja í um það bil eina klukkustund áður en kveikt er á könnunni að nýju. Að lokum er hreint vatn sett í vélina og henni leyft að vinna, allt þar til ediklyktin er horfin.VatnEdikAuðveldara er að ná taki á rimlunum með sokki.mynd/Keep Home SimpleHvernig á að þrífa rimlagardínur? Erfitt getur reynst að þrífa rimlagardínur. Rimlarnir eru margir, ryksugan gerir lítið gagn og tuskan jafnvel líka, svo ekki sé talað um tímann sem fer í verkið. Rykið virðist alltaf gera sig heimakært á gardínunum og erfitt er að ná því af. Þess vegna komum við aftur að vatninu og edikinu. Þetta húsráð er kannski ekkert snjallræði, en eftir því sem Vísir kemst næst, eitt það besta. Gott er að klæða aðra höndina í gamlan sokk (helst hreinan) og dýfa honum ofan í ediksblönduna. Þannig er hægt að ná góðu taki á rimlunum en edikið er til þess fallið að koma hverri einustu rykörðu burt fyrir fullt og allt (í smá tíma í það minnsta). Svo er best að taka hinn sokkinn og þurrka bleytuna burt. Mýkingarefni er einnig hægt að nota í stað ediksins, það lyktar betur í það minnsta.VatnEdik eða mýkingarefniSokkurSalt í eldfasta mótið Eldföst mót eru ekkert til að hrópa húrra yfir. Fita og önnur óhreinindi koma sér afar haganlega fyrir í mótinu en eins og margir vita er erfitt að þrífa burtu fitu. Gott er að setja dass af grófu salti ofan í mótið og nudda það með volgu vatni og bursta eða svampi. Voilá, eldfasta mátið er hreint!Gróft saltVolgt vatnBeygla á málverkið. „Easy peasy“ eins og þeir segja vestanhafs.mynd/The Brick HouseBeygla á málverkið Fátt er leiðinlegra en að sjá málverkin fögru sem prýða heimilisveggina svo vel verða óhrein. En hvernig á að koma í veg fyrir það? Það er einfalt. Ein beygla (brauðsneið dugar líka) og málið er dautt. Það eina sem þarf að gera er að nudda brauðbitanum við málverkið og það verður eins og nýtt.Beygla Tandurhreinn blandari á örskotsstundu Það þarf ekki alltaf að taka blandarann í sundur til að þrífa hann. Stundum má vera latur. Því ætti að duga að setja í hann heitt vatn og dreitil af sápu og kveikja svo á honum. Áður en þú veist af er blandarinn tandurhreinn. Heitt vatnUppþvottalögurTannburstinn tekinn í gegn Rannsóknir hafa sýnt að mikill fjöldi fólks þrífur ekki tannburstana sína. Ótrúlegt magn af óhreinindum sem við sjáum ekki safnast fyrir á burstanum og því er þörf á að skipta honum út á um það bil þriggja mánaða fresti. Þá er einnig þörf á að þrífa hann nokkrum sinnum á því tímabili. Það sem þarf er hreinn bolli og edit. Burstanum er dýft í edikið og leyft að liggja þar í nokkrar klukkustundir. Að því loknu er hann þrifinn með vatni og þá er tannburstinn orðinn örlítið hreinni. VatnEdik
Húsráð Tengdar fréttir Húsráð: Hve oft á að þvo handklæði? Hægt að nota þau þrisvar eða oftar áður en þeim er hent í þvottavélina. 27. nóvember 2014 19:00 Húsráð Vísis: Snjallræði til að loka plastpokum Plastpokatappi! Ýmsir kannast við þá þreyttu þraut að reyna að loka plastpoka en í honum er of mikið til að hægt sé með góðu móti að hnýta hnút. Hér er ráð við því. 30. október 2014 09:57 Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu sem gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk. 31. október 2014 14:20 Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Mikil gasmengun hefur mælst á Höfn í Hornafirði seinustu daga en gasmælir þar varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara Björk Sigurðardóttir fékk hins vegar hugmynd að nýjum gasmæli sem aldrei verður batteríslaus. 28. október 2014 12:54 Húsráð: Góð leið til að þrífa upp glerbrot Eina brauðsneið er hægt að nýta í margt. 24. nóvember 2014 20:00 Húsráð: Bættu uppþvottalegi í rúðupissið „Það er til einfalt ráð til að losna við tjöruna,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður félags íslenskra bifreiðaeiganda, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. 5. mars 2015 11:11 Húsráð: Fljótlegri leið til að þrífa mottur Og það er meira að segja hægt að gera það með matvöru sem flestir eiga í eldhússkápnum. 19. desember 2014 21:00 Húsráð: Notaðu stöku sokkana til að þrífa Hver kannast ekki við það að eiga staka sokka út um allt? 15. desember 2014 17:30 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira
Húsráð: Hve oft á að þvo handklæði? Hægt að nota þau þrisvar eða oftar áður en þeim er hent í þvottavélina. 27. nóvember 2014 19:00
Húsráð Vísis: Snjallræði til að loka plastpokum Plastpokatappi! Ýmsir kannast við þá þreyttu þraut að reyna að loka plastpoka en í honum er of mikið til að hægt sé með góðu móti að hnýta hnút. Hér er ráð við því. 30. október 2014 09:57
Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu sem gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk. 31. október 2014 14:20
Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Mikil gasmengun hefur mælst á Höfn í Hornafirði seinustu daga en gasmælir þar varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara Björk Sigurðardóttir fékk hins vegar hugmynd að nýjum gasmæli sem aldrei verður batteríslaus. 28. október 2014 12:54
Húsráð: Góð leið til að þrífa upp glerbrot Eina brauðsneið er hægt að nýta í margt. 24. nóvember 2014 20:00
Húsráð: Bættu uppþvottalegi í rúðupissið „Það er til einfalt ráð til að losna við tjöruna,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður félags íslenskra bifreiðaeiganda, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. 5. mars 2015 11:11
Húsráð: Fljótlegri leið til að þrífa mottur Og það er meira að segja hægt að gera það með matvöru sem flestir eiga í eldhússkápnum. 19. desember 2014 21:00
Húsráð: Notaðu stöku sokkana til að þrífa Hver kannast ekki við það að eiga staka sokka út um allt? 15. desember 2014 17:30