Veiðikort í verðlaun fyrir skemmtilegar veiðifréttir Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2015 10:26 Lítil veiðikona ánægð með fenginn sinn Eins og lesendur hafa tekið eftir er Veiðivísir heldur betur kominn úr vetrardvala og framundan er vonandi skemmtilegt veiðisumar hjá öllum. Við viljum endilega segja frá veiðum af sem flestum svæðum og þá skiptir engu máli hvort verið er að veiða lax, silung eða annað sem getur bitið á færið. Við hvetjum þess vegna alla veiðimenn á öllum aldri að vera duglegir með myndavélarnar sem fyrr við ár- og vatnsbakkann í sumar og senda okkur myndir úr veiðitúrnum ykkar ásamt frá frásögn af veiðinni. Mikilvægt er að með póstinum fylgi nafn og upplýsingar um sendanda því allar þær fréttir og myndir sem við birtum fara í pott og við drögum vikulega úr öllum innsendum myndum. Ef myndin og veiðisagan þín er ekki valin þá viku sem þú sendir hana skaltu er hún áfram í pottinum og gefur þér þess vegna áfram möguleika á vinning. Við drögum vikulega út Veiðikort en í lok sumars drögum við aftur úr stóra pottinum og þá eiga allir sem hafa sent inn myndir möguleika á veiðileyfi í haustveiði í einni af vinsælustu laxveiðiánum. Okkur hlakkar til að sjá veiðimyndirnar ykkar og heyra af veiðum ykkar í sumar. Sendið okkur póstinn á kalli@365.isGóða veiði og gleðilegt sumar! Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Eins og lesendur hafa tekið eftir er Veiðivísir heldur betur kominn úr vetrardvala og framundan er vonandi skemmtilegt veiðisumar hjá öllum. Við viljum endilega segja frá veiðum af sem flestum svæðum og þá skiptir engu máli hvort verið er að veiða lax, silung eða annað sem getur bitið á færið. Við hvetjum þess vegna alla veiðimenn á öllum aldri að vera duglegir með myndavélarnar sem fyrr við ár- og vatnsbakkann í sumar og senda okkur myndir úr veiðitúrnum ykkar ásamt frá frásögn af veiðinni. Mikilvægt er að með póstinum fylgi nafn og upplýsingar um sendanda því allar þær fréttir og myndir sem við birtum fara í pott og við drögum vikulega úr öllum innsendum myndum. Ef myndin og veiðisagan þín er ekki valin þá viku sem þú sendir hana skaltu er hún áfram í pottinum og gefur þér þess vegna áfram möguleika á vinning. Við drögum vikulega út Veiðikort en í lok sumars drögum við aftur úr stóra pottinum og þá eiga allir sem hafa sent inn myndir möguleika á veiðileyfi í haustveiði í einni af vinsælustu laxveiðiánum. Okkur hlakkar til að sjá veiðimyndirnar ykkar og heyra af veiðum ykkar í sumar. Sendið okkur póstinn á kalli@365.isGóða veiði og gleðilegt sumar!
Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði