Hafþór enn efstur í sínum riðli Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 15:00 Andri Reyr að leggja á ráðin með okkar manni. Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55