Geimferðafélagið Virgin Galactic ætlar að prófa nýja geimskutlu síðar á árinu. Haft er eftir George Whitesides, forstjóri fyrirtækisins, á vef CNBC að enn sé unnið að því að koma farþegum út í heim þrátt fyrir banaslys sem varð við tilraunir hjá félaginu í október síðastliðnum.
Whitesides segir að 700 einstaklingar hafi bókað far með Virgin Galactic út í geim. Einn þeirra er Íslendingur Gísli Gíslason, rafbílasali og lögfræðingur. Í samtali við Kjarnann eftir slysið sagði hann stefndi enn á að fara út í geim; slysið hefði engin áhrif á það.
Fjölmargir heimsþekktir einstaklingar á borð við Stephen Hawking og Justin Bieber eiga bókað far með félaginu.
Virgin Galactic ætla að prófa nýja geimskutlu síðar á árinu
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
