Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 14:44 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sakar forsvarsmenn Spalar ehf. um lögbrot og höfðar til samvisku þeirra. Vísir/Pjetur/Anton „Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“ Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
„Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira