Viðræður komnar í strand Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 12:13 Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira