Lífið samstarf

Vistvænir og flottir á góðu verði

Tinna Rún Davíðsdóttir, rekstrarstjóri NTC.
Tinna Rún Davíðsdóttir, rekstrarstjóri NTC.
Natural world strigaskórnir eru nýjung á Íslandi, þeir eru vistvænir og ekki er notast við ungt vinnuafl við framleiðslu þeirra. „Við erum virkilega stolt af þessu merki, því Natural world strigaskórnir eru vistvænir, þægilegir, flottir og á góðu verði,“ segir Tinna Rún Davíðsdóttir, rekstrarstjóri skóbúða NTC.

Natural world strigaskórnir eru framleiddir á Spáni úr 100% náttúrlegum efnum og eru þess vegna vistvænir og með stimpilinn "Made in green" sem staðfestir að framleiðsluferlið er vistvænt frá upphafi til enda og virðing er borin fyrir umhverfinu, það er engar vélar eru notaðar sem menga umhverfið.

„Eins og áður segir eru skórnir úr hundrað prósent náttúrulegum efnum, bómull og náttúrulegu gúmmíi. Svo eru kassarnir utan um skóna úr endurunnum pappa. Engin skaðleg efni eru í skónum og ekki notast við ungt vinnuafl af neinu tagi.“

Skórnir komu fyrst í sölu í Focus síðasta sumar og fengu strax það góðar undirtektir að þeir seldust upp. „Nú tókum við fleiri týpur og höfum við allar fengið okkur þessa frábæru skó. Þeir kosta á bilinu 4.995 til 6.995 krónur og við mælum með því að allir fá sér eitt par af vistvænum skóm fyrir komandi sumar,“ segir Tinna og brosir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.