SA segir tilboð sitt grundvöll að heildarlausn á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2015 19:00 Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson. Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira