Netverjar klofnir í afstöðu til skeiðasleikis Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2015 14:15 „Auðvitað veit ég að þetta er stranglega bannað,“ sagði yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri við Vísi fyrr í dag. Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira