EVEN frumsýnir 700 hestafla Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 13:23 Tesla Model S p85d. EVEN rafbílar munu frumsýna nýja gerð Tesla Model S p85d næsta laugardag í Smáralind. Þessi bíll er sannkallaður ofurkaggi því hann er 700 hestöfl og aðeins 3,2 sekúndur í 100 km hraða. Rafmótorar eru bæði að framan og aftan og hestöflin 476 að eftan en 224 að framan og er hann því fjórhjóladrifinn. Bíllinn kemst 480 kílómetra á hverri hleðslu. Hann er einkar vel búinn og hlaðinn lúxus, meðal annars Next Generation leðursætum, sólþaki, mögnuðu hljóðkerfi, GPS loftpúðafjöðrun, sjálfstýringu (sem reyndar krefst uppfærslu á hugbúnaði) og svo leggur hann sjálfur í stæði. Bíllinn er á 21 tommu felgum og sýningarbíllinn er silfurgrár og mikið augnayndi. Þennan frumsýningardag bílsins ætlar EVEN að gefa sólarlandaferð með öllum seldum rafbílum. Í boði verður að reynsluaka þeim rafmagnsbílum sem fyrirtækið selur. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent
EVEN rafbílar munu frumsýna nýja gerð Tesla Model S p85d næsta laugardag í Smáralind. Þessi bíll er sannkallaður ofurkaggi því hann er 700 hestöfl og aðeins 3,2 sekúndur í 100 km hraða. Rafmótorar eru bæði að framan og aftan og hestöflin 476 að eftan en 224 að framan og er hann því fjórhjóladrifinn. Bíllinn kemst 480 kílómetra á hverri hleðslu. Hann er einkar vel búinn og hlaðinn lúxus, meðal annars Next Generation leðursætum, sólþaki, mögnuðu hljóðkerfi, GPS loftpúðafjöðrun, sjálfstýringu (sem reyndar krefst uppfærslu á hugbúnaði) og svo leggur hann sjálfur í stæði. Bíllinn er á 21 tommu felgum og sýningarbíllinn er silfurgrár og mikið augnayndi. Þennan frumsýningardag bílsins ætlar EVEN að gefa sólarlandaferð með öllum seldum rafbílum. Í boði verður að reynsluaka þeim rafmagnsbílum sem fyrirtækið selur.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent