Heilsa

Hollt og sykurlaust gos

Rikka skrifar
Sykur í of miklu magni getur valdið líkamanum óafturkræfum skaða og getur því verið ljómandi gott að hvíla sig á honum nú eða jafnvel forðast hann í lengstu lög. Hérna gefur Þorbjörg okkur uppskriftir af dásamlega góðum, hollum og sykurlausum gosdrykkjum sem tilvalið er að njóta á heitu sumardögunum sem bíða okkar.

„Bjór“

250 ml sódavatn

1 pakki grænt teduft

1 tsk Manuka hunang (má sleppa)

Hellið duftinu saman við sódavatnið og látið standa í nokkrar mínútur. Hrærið saman og njótið.

Túrmerikgos

250 ml sódavatn

50 ml túremriksafi

1 dropi stevía

Hrærið saman og njótið

Engifergos

250 ml sódavatn

50 ml engifersafi

1 dropi stevía

Hrærið saman og njótið


Tengdar fréttir

Ljomandi með Þorbjörgu - Glúten

Glútenofnæmi (celiac disease) er sjúkdómur sem framkallar ofnæmisviðbrögð í líkamanum og getur smám saman valdið eyðingu í meltingafærum sé glútens neytt en getur gengið tilbaka sé því hætt.

Ein af hundrað áhrifamestu konunum

Þorbjörg Ingveldardóttir er mörgum kunn fyrir frumkvöðlastarf á sviði heilsu og var nýlega valin ein af hundrað áhrifamestu konum í heiminum í þeim geira. Hún er með annan fótinn í Danmörku þar sem dætur hennar búa og hinn á Íslandi þar sem hún kennir Ísl

Ljómandi með Þorbjörgu - Fita

Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.