GM hefur framleitt 500 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 08:46 Mary Barra, forstjóri General Motors, fyrir miðju, að fagna áfanganum. General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent