Gæti þurft að fresta öllu flugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. maí 2015 13:54 "Ef til dæmis það verður ekki hægt að afgreiða eldsneyti þá verður líklega að aflýsa flestum flugferðum,“ segir Guðni. vísir/vilhelm Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hann segir að mögulega þurfi að aflýsa öllu flugi, fari allt á versta veg. „Áhrifin eru aðallega á þjónustufyrirtæki sem þjónusta flugfélögin, en áhrifin á okkar starfsemi [Isavia] eru engin. Ef það er ekki hægt að þjónusta flugfélögin þá geta þau ekki flogið. Við vitum það samt hreinlega ekki enn þá en ef til dæmis það verður ekki hægt að afgreiða eldsneyti þá verður líklega að aflýsa flestum flugferðum,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Áætlað verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu er 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. ISAVIA hvetur farþega sem eiga bókað flug að hafa samband við sitt flugfélag.Uppfært klukkan 14.34 Guðni Sigurðsson hafði samband við fréttastofu eftir að hafa fengið nýjar upplýsingar frá flugfélögunum þess efnis að þau geti fengið eldsneyti annars staðar en í Keflavík. Ákvarðanir hafi þó ekki verið teknar og staðan eins og hún horfi við félögunum nú með öllu óljós.Uppfært klukkan 15:55 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að verkfallið stæði yfir í sólarhring. Hið rétta er að starfsmenn í flugafgreiðslu munu leggja niður störf í tvo sólarhringa. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hann segir að mögulega þurfi að aflýsa öllu flugi, fari allt á versta veg. „Áhrifin eru aðallega á þjónustufyrirtæki sem þjónusta flugfélögin, en áhrifin á okkar starfsemi [Isavia] eru engin. Ef það er ekki hægt að þjónusta flugfélögin þá geta þau ekki flogið. Við vitum það samt hreinlega ekki enn þá en ef til dæmis það verður ekki hægt að afgreiða eldsneyti þá verður líklega að aflýsa flestum flugferðum,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Áætlað verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu er 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. ISAVIA hvetur farþega sem eiga bókað flug að hafa samband við sitt flugfélag.Uppfært klukkan 14.34 Guðni Sigurðsson hafði samband við fréttastofu eftir að hafa fengið nýjar upplýsingar frá flugfélögunum þess efnis að þau geti fengið eldsneyti annars staðar en í Keflavík. Ákvarðanir hafi þó ekki verið teknar og staðan eins og hún horfi við félögunum nú með öllu óljós.Uppfært klukkan 15:55 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að verkfallið stæði yfir í sólarhring. Hið rétta er að starfsmenn í flugafgreiðslu munu leggja niður störf í tvo sólarhringa.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira