Algengasta krabbamein ungra kvenna Rikka skrifar 6. maí 2015 14:00 Í dag er árveknidagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Sortuæxli er eitt fárra krabbameina sem auðvelt er að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið mjög illvigt nái það að dreifa sér. Tíðni sjúkdómsins hefur sem fyrr segir aukist hér á landi og er í dag algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Nýlega var gerð ítarleg rannsókn á tíðni sortuæxla og leiddu niðurstöðurnar í ljós nýjan áhættuhóp. Í myndbandinu hér á ofan skýra þau Hrafnkell Stefánsson læknir og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Ísland frá niðurstöðunum sem og áhættuþáttum meinsins. Einnig er rætt við Sigurlaugu Gissurardóttur en hún greindist með sortuæxli fyrir stuttu. Hún segist litla grein hafa gert sér fyrir því hversu lúmsk einkennin geti verið og að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir þeim. Algengustu einkennin eru breytingar í lögun og lit fæðingabletta en einnig kláði og óþægindi á staðbundnu svæði í kringum þá. Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir fer nánar út í einkennin og ferli greiningar á sortuæxlum í títtnefndu myndbandi. Að lokum fer Guðlaug B. Guðjónsdóttir yfir sólarvörn barna og svarar þeirri spurningu um það hvort að sólarvörnin ein og sér nægi sem vörn gegn sólargeislum. Myndbandið og svörin við þeim spurningum má finna hér Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun
Í dag er árveknidagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Sortuæxli er eitt fárra krabbameina sem auðvelt er að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið mjög illvigt nái það að dreifa sér. Tíðni sjúkdómsins hefur sem fyrr segir aukist hér á landi og er í dag algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Nýlega var gerð ítarleg rannsókn á tíðni sortuæxla og leiddu niðurstöðurnar í ljós nýjan áhættuhóp. Í myndbandinu hér á ofan skýra þau Hrafnkell Stefánsson læknir og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Ísland frá niðurstöðunum sem og áhættuþáttum meinsins. Einnig er rætt við Sigurlaugu Gissurardóttur en hún greindist með sortuæxli fyrir stuttu. Hún segist litla grein hafa gert sér fyrir því hversu lúmsk einkennin geti verið og að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir þeim. Algengustu einkennin eru breytingar í lögun og lit fæðingabletta en einnig kláði og óþægindi á staðbundnu svæði í kringum þá. Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir fer nánar út í einkennin og ferli greiningar á sortuæxlum í títtnefndu myndbandi. Að lokum fer Guðlaug B. Guðjónsdóttir yfir sólarvörn barna og svarar þeirri spurningu um það hvort að sólarvörnin ein og sér nægi sem vörn gegn sólargeislum. Myndbandið og svörin við þeim spurningum má finna hér
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun
Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00