Fimm ára perlusnillingur styrkir börn í Nepal Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2015 20:30 Fimm ára íslensk stúlka hefur nú perlað yfir hundrað slaufur til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans í Nepal. Þannig hefur hún safnað tugum þúsunda og er hvergi nærri hætt. Emma Sigrún hefur lengi haft gaman að því að perla, og þá sérstaklega slaufur í öllum regnbogans litum. Það var svo fyrir skömmu þegar hún horfði á fréttirnar með mömmu sinni að hún ákvað að perla og hjálpa þannig börnunum í Nepal. Slaufurnar seldu þær mæðgur svo í gegnum Facebook, en þær hafa nú selt 110 stykki. Á slaufunum er ýmist næla eða segull. „Það er hægt að setja þær á ískápinn,“ segir Emma meðal annars. Í gær afhenti Emma svo Unicef rúmlega sjötíu þúsund krónur sem safnast höfðu með slaufusölunni. Peningarnir koma sér vel en talið er að um ein milljón barna þurfi á neyðaraðstoð að halda eftir skjálftann sem varð tæplega átta þúsund manns að bana. Framlag Emmu Sigrúnar fer meðal annars í að útvega börnum í Nepal brýnustu hjálpargögn á borð við hreint vatn, tjöld, næringarsölt og lyf. Pantanirnar eru enn að streyma inn og því ljóst að Emma er hvergi nærri hætt. „Mig langar ennþá að hjálpa börnunum. Ennþá,“ segir hún. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Fimm ára íslensk stúlka hefur nú perlað yfir hundrað slaufur til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans í Nepal. Þannig hefur hún safnað tugum þúsunda og er hvergi nærri hætt. Emma Sigrún hefur lengi haft gaman að því að perla, og þá sérstaklega slaufur í öllum regnbogans litum. Það var svo fyrir skömmu þegar hún horfði á fréttirnar með mömmu sinni að hún ákvað að perla og hjálpa þannig börnunum í Nepal. Slaufurnar seldu þær mæðgur svo í gegnum Facebook, en þær hafa nú selt 110 stykki. Á slaufunum er ýmist næla eða segull. „Það er hægt að setja þær á ískápinn,“ segir Emma meðal annars. Í gær afhenti Emma svo Unicef rúmlega sjötíu þúsund krónur sem safnast höfðu með slaufusölunni. Peningarnir koma sér vel en talið er að um ein milljón barna þurfi á neyðaraðstoð að halda eftir skjálftann sem varð tæplega átta þúsund manns að bana. Framlag Emmu Sigrúnar fer meðal annars í að útvega börnum í Nepal brýnustu hjálpargögn á borð við hreint vatn, tjöld, næringarsölt og lyf. Pantanirnar eru enn að streyma inn og því ljóst að Emma er hvergi nærri hætt. „Mig langar ennþá að hjálpa börnunum. Ennþá,“ segir hún.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira