„Ég hef áður gefið út fjögur lög sem öll hafa fengið ágætar viðtökur en þetta er fyrsta lagið sem ég gef út í samvinnu við Sigga,“ segir Hákon. Lagið samdi Hákon í vetur þegar veðrið var upp á sitt allra versta og hann þráði ekkert frekar en sól og sumaryl.
Á döfinni hjá Hákoni er nám í tónlistarskólanum ICMP, Institute of Contemporary Music Performance, í London. Námið hefst í haust. „Það er ekki beinlínis ókeypis að búa og lifa í London þannig ég mun verja stærstum hluta sumarsins út á sjó að safna fyrir vetrinum.“
Lagið Shine On Me má heyra hér fyrir neðan.