1.047 nýir bílar seldir í maí Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 14:47 Bílum fjölgaði vel á fyrstu dögum maí. Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent