Staðan flókin og viðkvæm segir formaður VR Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári. Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira
Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira