Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í kvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 18:30 Úr verkinu Svartar fjaðrir. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Listahátíð í Reykjavík var sett með pompi og prakt síðastliðinn miðvikudag og lýkur hátíðinni þann 7. júní næstkomandi. Fjöldi viðburða er á dagskránni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá viðburði sem boðið verður upp á um helgina.Föstudagur 15.maíSuspension of Disbelief @Bíó Paradís - 18:00 &18:30 SUSPENSION OF DISBELIEF var tekið á sýningu Elínar Hansdóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðinn. Á sýningunni er er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint í gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Verkið er tilraun til að afhjúpa nýjar víddir í skynrænni upplifun þvert á þau mæri sem liggja á milli þrívíðra miðla og kvikmyndamiðilsins.Svartar Fjaðrir @Þjóðleikhúsið - 19:30 Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða skáldsins sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára að aldri.Birting @Gerðarsafn - 20:00 Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar.Doríon: vídeó- og tónlistargjörningur @Kópavogskirkja - 21:00 Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðasafni. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form og litapalletta tónskalans flæðir yfir rýmið. Kvennakórinn Katla undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttir og Lilju Daggar Gunnarsdóttir flytur gjörninginn. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík var sett með pompi og prakt síðastliðinn miðvikudag og lýkur hátíðinni þann 7. júní næstkomandi. Fjöldi viðburða er á dagskránni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá viðburði sem boðið verður upp á um helgina.Föstudagur 15.maíSuspension of Disbelief @Bíó Paradís - 18:00 &18:30 SUSPENSION OF DISBELIEF var tekið á sýningu Elínar Hansdóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðinn. Á sýningunni er er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint í gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Verkið er tilraun til að afhjúpa nýjar víddir í skynrænni upplifun þvert á þau mæri sem liggja á milli þrívíðra miðla og kvikmyndamiðilsins.Svartar Fjaðrir @Þjóðleikhúsið - 19:30 Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða skáldsins sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára að aldri.Birting @Gerðarsafn - 20:00 Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar.Doríon: vídeó- og tónlistargjörningur @Kópavogskirkja - 21:00 Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðasafni. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form og litapalletta tónskalans flæðir yfir rýmið. Kvennakórinn Katla undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttir og Lilju Daggar Gunnarsdóttir flytur gjörninginn.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira