Toyota og Nissan innkalla 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 09:22 Toyota Corolla og Yaris bílar eru á meðal bíla sem innkallaðir verða. Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú. Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent
Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú.
Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent