Nóg til af kjöti: „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 10:42 Jón Björnsson forstjóri Festar. vísir „Staðan er bara ágæt, það er til nóg af kjöti,“ segir Jón Björnsson forstjóri Festar í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Festi er eigandi verslana Kaupáss sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Verkfall dýralækna hefur skapað vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. „Þetta á ekki við um allt kjöt. Það er t.d. ekki til ferskur kjúklingur. Það er aftur á móti til lambakjöt, svínakjöt, kalkúnn, endur, nautakjöt og svo eitthvað af frosnum kjúkling. Það er til nóg af lambakjöti, svínakjöti og ýmsu fuglakjöti. Með tíð og tíma mun fara tæmast í nautakjöti og kjúklingi. Við sveltum ekki neitt. Það er t.d. til nóg af fiski.“ Jón segir að lambakjötsala hafi aukist eftir að dýralæknar fóru í verkfall. „Þetta er hræðilegt ástand fyrir svínabændur og kjúklingaræktendur að lenda í því að þeir hafi ekki stjórn á sínu eigin fyrirtæki vegna þess að þeir geta ekki losað sig við framleiðslu sína. Síðan þegar þeir geta það, þá væntanlega eiga þeir svo mikið að þeir þurfa að losa það hratt út og þá yfirleitt lækkar verð. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þá.“ Hann segir að Íslendingar þurfi samt ekki að óttast framhaldið. „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi og þar frameftir. Það verða kannski einhverjar tegundir sem detta út.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
„Staðan er bara ágæt, það er til nóg af kjöti,“ segir Jón Björnsson forstjóri Festar í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Festi er eigandi verslana Kaupáss sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Verkfall dýralækna hefur skapað vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. „Þetta á ekki við um allt kjöt. Það er t.d. ekki til ferskur kjúklingur. Það er aftur á móti til lambakjöt, svínakjöt, kalkúnn, endur, nautakjöt og svo eitthvað af frosnum kjúkling. Það er til nóg af lambakjöti, svínakjöti og ýmsu fuglakjöti. Með tíð og tíma mun fara tæmast í nautakjöti og kjúklingi. Við sveltum ekki neitt. Það er t.d. til nóg af fiski.“ Jón segir að lambakjötsala hafi aukist eftir að dýralæknar fóru í verkfall. „Þetta er hræðilegt ástand fyrir svínabændur og kjúklingaræktendur að lenda í því að þeir hafi ekki stjórn á sínu eigin fyrirtæki vegna þess að þeir geta ekki losað sig við framleiðslu sína. Síðan þegar þeir geta það, þá væntanlega eiga þeir svo mikið að þeir þurfa að losa það hratt út og þá yfirleitt lækkar verð. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þá.“ Hann segir að Íslendingar þurfi samt ekki að óttast framhaldið. „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi og þar frameftir. Það verða kannski einhverjar tegundir sem detta út.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23
Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33
Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00