Leikstjórar myndbandsins eru þeir Arni og Kinski en myndbandið var tekið upp í myndveri Saga Film fyrir nokkrum vikum en að framleiðslu þess kom fyrirtækið True North. Töluverður fjöldi kom að vinnslu þess og var mikil leynd á tökustað.
Í myndbandinu er fylgst með því hvernig meðlimir sveitarinnar ná að skapa manneskju með aðstoð sérkennilegrar vélar.