Magnús Pétursson ríkissáttasemjari verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni á Stöð 2 strax á eftir fréttum. Hann hefur lýst stöðunni á vinnumarkaðinum nú grafalvarlegri og segir að aldrei hafi fleiri málum verið vísað á hans borð.
Nú síðast í dag boðuðu hjúkrunarfræðingar ótímabundið verkfall sem hefjast á síðar í mánuðinum. Forstjóri Landspítalans hefur lýst þungum áhyggjum af stöðu mála á spítalanum vegna verkfalls geislafræðinga sem eru í BHM.
