BANDALOOP dansar á Aðalstræti 6 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2015 16:44 Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP er kominn til landsins og hefur hafið æfingar á framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg. Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á miðvikudag klukkan 17.30. BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja. Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph. Í lóðréttum dansi sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar um heiminn. Þannig teygir flokkurinn hugmyndir okkar um dans og útivist til hins ítrasta. Á morgun, þriðjudag mun vera opin æfing kl.14.30 við Ingólfstorg og generalprufa kl.17.30. Strax að henni lokinni geta áhorfendur rætt við dansara og aðstandendur fyrir framan bygginguna. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar tveir dansarar hópsins dansa á ráðhúsi Oakland í Kaliforníu. Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP er kominn til landsins og hefur hafið æfingar á framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg. Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á miðvikudag klukkan 17.30. BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja. Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph. Í lóðréttum dansi sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar um heiminn. Þannig teygir flokkurinn hugmyndir okkar um dans og útivist til hins ítrasta. Á morgun, þriðjudag mun vera opin æfing kl.14.30 við Ingólfstorg og generalprufa kl.17.30. Strax að henni lokinni geta áhorfendur rætt við dansara og aðstandendur fyrir framan bygginguna. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar tveir dansarar hópsins dansa á ráðhúsi Oakland í Kaliforníu.
Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00