Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2015 10:56 Stórlax úr Djúpós sumarið 2014 Mynd: West Ranga Þessa dagana eru norskir veiðimenn við urriðaveiðar í Ytri Rangá en í gær þegar þeir leituðu sjóbirtinga náðu þeir lúsugum laxi. Við heyrðum í Jóhannesi Hinrikssyni í gærkvöldi sem bar Veiðivísi þessa frétt af líklega fyrsta laxi sumarsins. "Þetta eru þaulvanir norskir lax- og silungsveiðimenn sem voru að leita sjóbirtings í Djúpós. Ég sagði þeim að nota Sunray því birtingurinn tæki það vel og þeir enduðu með því að ná einum vænum sjóbirting og rúmlega þriggja kílóa grálúsugum nýgengnum laxi" bætti Jóhannes við við. Laxinn er líklega það sem er hægt að kalla smástórlax en það er lax sem hefur verið tvö ár í sjó en er í minna lagi fyrir slíka laxa. Of stór er hann til að vera kallaður smálax. Þetta veit á gott fyrir Rangárnar ef fyrstu laxarnir eru að stinga sér inn í árnar svo snemma en yfirleitt verða menn varir við fyrstu laxana í Rangánum um miðjan júní. Laxinn sem norðmennirnir veiddu var vel haldin og að sjálfsögðu sleppt aftur eftir viðureignina. Nú bíða veiðimenn sem eiga daga snemma í Ytri væntanlega spenntir eftir því að sjá hvernig göngurnar verða í ánna og hvort laxinn verði fyr á ferðinni og í stærri torfum en sáust í fyrra. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði
Þessa dagana eru norskir veiðimenn við urriðaveiðar í Ytri Rangá en í gær þegar þeir leituðu sjóbirtinga náðu þeir lúsugum laxi. Við heyrðum í Jóhannesi Hinrikssyni í gærkvöldi sem bar Veiðivísi þessa frétt af líklega fyrsta laxi sumarsins. "Þetta eru þaulvanir norskir lax- og silungsveiðimenn sem voru að leita sjóbirtings í Djúpós. Ég sagði þeim að nota Sunray því birtingurinn tæki það vel og þeir enduðu með því að ná einum vænum sjóbirting og rúmlega þriggja kílóa grálúsugum nýgengnum laxi" bætti Jóhannes við við. Laxinn er líklega það sem er hægt að kalla smástórlax en það er lax sem hefur verið tvö ár í sjó en er í minna lagi fyrir slíka laxa. Of stór er hann til að vera kallaður smálax. Þetta veit á gott fyrir Rangárnar ef fyrstu laxarnir eru að stinga sér inn í árnar svo snemma en yfirleitt verða menn varir við fyrstu laxana í Rangánum um miðjan júní. Laxinn sem norðmennirnir veiddu var vel haldin og að sjálfsögðu sleppt aftur eftir viðureignina. Nú bíða veiðimenn sem eiga daga snemma í Ytri væntanlega spenntir eftir því að sjá hvernig göngurnar verða í ánna og hvort laxinn verði fyr á ferðinni og í stærri torfum en sáust í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði