Tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson hefur sent frá sér myndband við lagið Rís upp! en það er fimmta lagið í verkefni Rúnars. Hann hefur einsett sér það að senda frá sér eitt lag á mánuði á árinu. Áður hafa lögin Ólundardýr, Hver er þar, Orð og Í 100 ár, daga og nætur komið út í verkefninu.
Myndbandið við lagið vann Guðni Kristinsson en Arnþór Örlygsson tók upp bæði hljóð og mynd. Hljóðfæraleikararnir með honum eru Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Guðni Finnsson, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir. Á árum áður myndaði Rúnar hryggjarstykkið í hljómsveitinni Grafík ásamt Rafni Jónssyni.