Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2015 09:30 Laxveiðisumarið byrjar eftir tvær vikur Eftir dapra veiði í fyrra er nokkuð um það að veiðimenn séu að halda aftur að sér höndum með bókanir fyrir sumarið. Þetta sést best á því að nokkuð er af lausum leyfum í ám sem eru öllu jöfnu svo gott sem uppseldar á þessum tíma en þetta er líka fljótt að breytast núna þegar nær dregur fyrstu opnun á laxveiðiánum en aðeins eru um tvær vikur í að fyrstu veiðimenn kasti fyrir lax. Erlendir veiðimenn hafa langflestir bókað sína daga og gera það venjulega með mjög góðum fyrirvara þó alltaf sé eitthvað um að þeir komi með stuttum fyrirvara en það hangir þá oftast saman með lélegri veiði t.d. í Noregi, Rússlandi og Englandi. Veiðiþyrstir mæta þær til Íslands þar sem okkar lægðir í veiðitölum hafa yfirleitt verið mun vægari þangað til í fyrra. En líkurnar á tveimur jafn lélegum árum í röð eru ansi litlar og flest merki eru um að þetta ár geri orðið gott. Þeir sem grúska hvað mest í þessu eru þegar farnir að spá góðu sumri og byggja það á ýmsum táknum eins og árangri í karfaveiðiá Reykjaneshrygg, ótrúlega hárri seiðiavísitölu gönguseiða í velflestum ánum í fyrra og almennt virðist ástand sjávar vera betra í vetur en veturinn á undan. Hvort þetta haldi síðan vatni kemur bara í ljós á fyrstu veiðidögunum og vikunum þar á eftir en við ætlum okkur þó að koma með einhverja spá um sumarið í lok þessa mánaðar. En gefum okkur það að það stefni bara í gott sumar þá er eins gott að fara skoða framboðið sem er af lausum dögum í árnar. Þeir sem eru farnir að setja sig í gírinn geta kíkt á síður hjá SVFR, SVAK, Lax-Á, Veiða.is, Leyfi.is, SVH og fleiri aðilum. Raunin gæti nefnilega orðið sú að komi til þess að árið byrji með hvelli verða bestu lausu dagarnir fljótir að fara. Stangveiði Mest lesið Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Veiði Vænar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði
Eftir dapra veiði í fyrra er nokkuð um það að veiðimenn séu að halda aftur að sér höndum með bókanir fyrir sumarið. Þetta sést best á því að nokkuð er af lausum leyfum í ám sem eru öllu jöfnu svo gott sem uppseldar á þessum tíma en þetta er líka fljótt að breytast núna þegar nær dregur fyrstu opnun á laxveiðiánum en aðeins eru um tvær vikur í að fyrstu veiðimenn kasti fyrir lax. Erlendir veiðimenn hafa langflestir bókað sína daga og gera það venjulega með mjög góðum fyrirvara þó alltaf sé eitthvað um að þeir komi með stuttum fyrirvara en það hangir þá oftast saman með lélegri veiði t.d. í Noregi, Rússlandi og Englandi. Veiðiþyrstir mæta þær til Íslands þar sem okkar lægðir í veiðitölum hafa yfirleitt verið mun vægari þangað til í fyrra. En líkurnar á tveimur jafn lélegum árum í röð eru ansi litlar og flest merki eru um að þetta ár geri orðið gott. Þeir sem grúska hvað mest í þessu eru þegar farnir að spá góðu sumri og byggja það á ýmsum táknum eins og árangri í karfaveiðiá Reykjaneshrygg, ótrúlega hárri seiðiavísitölu gönguseiða í velflestum ánum í fyrra og almennt virðist ástand sjávar vera betra í vetur en veturinn á undan. Hvort þetta haldi síðan vatni kemur bara í ljós á fyrstu veiðidögunum og vikunum þar á eftir en við ætlum okkur þó að koma með einhverja spá um sumarið í lok þessa mánaðar. En gefum okkur það að það stefni bara í gott sumar þá er eins gott að fara skoða framboðið sem er af lausum dögum í árnar. Þeir sem eru farnir að setja sig í gírinn geta kíkt á síður hjá SVFR, SVAK, Lax-Á, Veiða.is, Leyfi.is, SVH og fleiri aðilum. Raunin gæti nefnilega orðið sú að komi til þess að árið byrji með hvelli verða bestu lausu dagarnir fljótir að fara.
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Veiði Vænar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði