Hlaupa hringveginn á mettíma gegn sjálfsvígum ungra manna Elísabet Margeirsdóttir skrifar 21. maí 2015 09:30 Við hittum 12 manna hlaupahóp sem ætlar að hlaupa hringveginn til að vekja athygli á hárri tíðni sjálfsvíga ungra karla á íslandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða Krossinn undir yfirskriftinni Útme‘ða. Með slagorðinu Útme‘ða eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Sjálfsvíg hafa verið algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára á allra síðustu árum. Framlag hlaupahópsins til átaksins verður að hlaupa hringinn í kringum landið með viðkomu í Vestmannaeyjum á aðeins fimm sólarhringum. Hver hlaupari þarf því að klára 30-40 kílómetra á dag. Framlag hlaupahópsins verður að safna styrkjum og hafa þau skipt hringveginum upp í 10 km búta sem fyrirtæki geta keypt á 30-50 þúsund og tekið þannig þátt í hlaupinu. Allt söfnunarfé Útme‘ða mun renna til forvarnarherferðar og gerð forvarnarmyndbands. Stefnt er að herferðinni verði ýtt úr vör á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum 10. september næstkomandi. Hlaupið hefst 30. júní og lýkur með grillveislu í Reykjavík þann 5. júlí. Fréttir af hlaupahópnum og allar nánari upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu Útme‘ða Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Ósk Sturludóttir starfar með ungu fólki með geðklofa á Laugarás, meðferðargeðdeild. Rannsókn hennar á áhrifum hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki leiddi í ljós að það dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa. 2. mars 2015 12:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við hittum 12 manna hlaupahóp sem ætlar að hlaupa hringveginn til að vekja athygli á hárri tíðni sjálfsvíga ungra karla á íslandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða Krossinn undir yfirskriftinni Útme‘ða. Með slagorðinu Útme‘ða eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Sjálfsvíg hafa verið algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára á allra síðustu árum. Framlag hlaupahópsins til átaksins verður að hlaupa hringinn í kringum landið með viðkomu í Vestmannaeyjum á aðeins fimm sólarhringum. Hver hlaupari þarf því að klára 30-40 kílómetra á dag. Framlag hlaupahópsins verður að safna styrkjum og hafa þau skipt hringveginum upp í 10 km búta sem fyrirtæki geta keypt á 30-50 þúsund og tekið þannig þátt í hlaupinu. Allt söfnunarfé Útme‘ða mun renna til forvarnarherferðar og gerð forvarnarmyndbands. Stefnt er að herferðinni verði ýtt úr vör á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum 10. september næstkomandi. Hlaupið hefst 30. júní og lýkur með grillveislu í Reykjavík þann 5. júlí. Fréttir af hlaupahópnum og allar nánari upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu Útme‘ða
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Ósk Sturludóttir starfar með ungu fólki með geðklofa á Laugarás, meðferðargeðdeild. Rannsókn hennar á áhrifum hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki leiddi í ljós að það dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa. 2. mars 2015 12:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00
Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Ósk Sturludóttir starfar með ungu fólki með geðklofa á Laugarás, meðferðargeðdeild. Rannsókn hennar á áhrifum hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki leiddi í ljós að það dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa. 2. mars 2015 12:00