Gísla og Sunnu spáð stigameistaratitlunum á Eimskipsmótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2015 15:00 Gísli Sveinbergsson úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR. Mynd/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR verða stigameistarar í lok tímabilsins ef marka má spá sérfræðinga sem kynnt var á kynningarfundi Eimskipsmótaröðarinnar í dag. Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls verða mótin sex á Eimskipsmótaröðinni. Golfsamband Íslands kynnti keppnisdagskrána 2015 á Eimskipsmótaröðinni á fundi með fréttamönnum í dag, auk þess að segja frá Íslandsbankamótaröðinni og helstu landsliðsverkefnunum sem eru framundan hjá afrekskylfingunum. Þetta er í 27. sinn sem keppt er um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS stóðu uppi sem stigameistararar á síðasta tímabili og var það í fyrsti stigameistaratitill þeirra beggja. Sunna fékk 53 stig af alls 80 mögulegum í spá sérfræðinganna sem valdir voru af GSÍ. Þar á eftir komu þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (46), Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (39), Karen Guðnadóttir, GS (31) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (17). Gísli fékk 51 stig af alls 80 mögulegum en þar á eftir komu þeir Kristján Þór Einarsson, GM (46), Haraldur Franklín Magnús, GR (26), Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (20) og Axel Bóasson, GK (19). Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir það sem er framundan hjá íslenskum kylfingum á þessu golfsumri.Golfsumarið 2015 Það er mat fagmanna og sérfræðinga sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi vel undan vetri. Þrátt fyrir leiðindatíð í vetur, þar sem hver lægðin rak aðra, er ljóst að grasplantan hefur haft það býsna gott í frekar mildum vetri. Ástandið er því mun betra en fyrir árið síðan. Vorið hefur samt sem áður verið frekar kalt en það ætti ekki að koma niður á gæðum valla þegar golfvertíðin hefst af fullum krafti. Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni ár hvert markar upphafið á skemmtilegri keppni hjá afrekskylfingum landsins. Það er ljóst að breiddin er mun meiri en áður og margir kylfingar ætla sér stóra hluti á golfsumrinu 2015.Eimskipsmótaröðin 2015 Fyrsta mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins hefst á Hólmsvelli í Leiru . Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar í karla- og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst. Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð stigameistari í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð stigameistari í kvennaflokki. Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskipsmótaröðinni líkt og á undanförnum árum. Leikið verður á einum nýjum velli á Eimskipsmótaröðinni í sumar - og einn gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn að nýju eftir margra ára fjarveru. Leiknar verða 54 holur á mótunum á Eimskipsmótaröðinni, að Íslandsmótinu undanskildu þar sem leiknar eru 72 holur. Á fyrsta og síðasta mótinu verða keppnisdagarnir tveir og leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur keppenda telur á heimslista áhugamanna og ljóst er að mikil spenna mun ríkja á mótum sumarsins.Egils Gull mótið 23-24. maí (1) Hólmsvöllur í Leiru er einn af þekktustu keppnisvöllum Eimskipsmótaraðarinnar og landfræðileg staðsetning vallarins gerir það að verkum að „Leiran” er ávallt á meðal fyrstu golfvalla landsins sem opnar inn á sumarflatir að vori til. Flatirnar í „Leirunni” þóttu mjög góðar sumarið 2014 og eftir mildan vetur eru miklar líkur á því að þær verði jafnvel enn betri golfsumarið 2015. Leiknar verða 54 holur, 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi.Securitasmótið 29.-31. maí (2) Vestmannaeyjavöllur er í hópi bestu golfvalla landsins og töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum undanfarin misseri. Ný flöt á 15. braut hefur reynst vel og verður áhugavert að sjá hvernig kylfingum tekst að venjast þeirri breytingu. Í Vestmannaeyjum verða leiknar 18 holur á dag á þremur keppnisdögum - alls 54 holur.Símamótið 12.-14. júní (3) Í fyrsta sinn í sögunni fer fram mót á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Golfklúbbur Mosfellsbæjar verður gestgjafi mótsins en klúbburinn var stofnaður í fyrra með sameiningu Kjalar og Bakkakots. Hlíðavöllur hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Það verður spennandi að sjá hvernig bestu kylfingum landsins tekst til á nýjum keppnisvelli á Eimskipsmótaröðinni.Í Mosfellsbæ verða leiknar 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.Íslandsmótið í holukeppni 19.-21. júní (4) Jaðarsvöllur á Akureyri er á ný að skipa sér í fremstu röð golfvalla og fer Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli. Keppt var á Eimskipsmótaröðinni í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra bestu á Akureyri. Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur Kristján Þór Einarsson titil að verja í karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir, GK, í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið í holukeppni - og telur nú árangur kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Því er að miklu að keppa fyrir kylfinga að koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins 32 karlar og konur fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi.Íslandsmótið í golfi 23.-26. júlí (5) Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi. Þetta verður í annað sinn sem mótið fer þar fram en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn. Golfklúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mikil vinna hefur staðið yfir á undanförnum misserum hjá Leyni við undirbúning vallarins fyrir Íslandsmótið og innra starf klúbbsins hefur eflst mikið – og ríkir mikil tilhlökkun hjá mótshöldurum að taka á móti kylfingum og gestum á stærsta viðburð Eimskipsmótaraðarinnar. Leiknar verða 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum en keppni hefst á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi.Nýherjamótið 22.-23. ágúst (6) Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Keppt var síðast á Urriðavelli árið 2011 á Eimskipsmótaröðinni og er því töluvert langt um liðið frá því að bestu kylfingar landsins kepptu sín á milli á þessum fallega velli sem var vígður árið 1997 sem 18 holu völlur. Íslandsmótið í golfi hefur einu sinni farið fram á Urriðavelli - árið 2006. Leiknar verða 36 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.KPMG bikarinn Keppnisfyrirkomulagið á KPMG bikarnum verður með öðru sniði í ár en undanfarin ár. Keppt verður á Grafarholtsvelli samhliða Golfdeginum sem fram fer 27. júní. Í keppninni munu kylfingar úr landsliði Íslands keppa við „Pressulið“. Keppnin er hluti af lokaundirbúningi landsliðsins fyrir Evrópumótið.Bein textalýsing og lifandi skor Eimskipsmótaröðinni Golfsambandið stefnir að því að bæta enn frekar þjónustuna hvað varðar upplýsingar um gang mála á Eimskipsmótaröðinni. Sjálfboðaliðar á mótsstöðunum hafa staðið vaktina á undanförnum árum og uppfært skor keppenda á þriggja holu fresti. Það fyrirkomulag hefur gefist vel og verður það nota áfram en skorin er skráð í IPAD. Á lokadegi Íslandsmótsins á Garðavelli á Akranesi verða skor keppenda í lokaráshópunum uppfært eftir hverja holu. Ný framsetning og útlit á vefnum golf.is býður upp á nýja möguleika að koma á framfæri lifandi lýsingu á gangi mála á lokakeppnisdögum Eimskipsmótaraðarinnar. Þar verður að finna textalýsingar, uppfærsla á stöðu mála, myndir og myndbönd. Markmiðið er að sem flestir fjölmiðlar nýti sér þessa þjónustu.Önnur verkefni Það verður nóg um að vera í mótahaldinu hjá GSÍ og má þar nefna Sveitakeppni GSÍ. Keppt er í fimm deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Þar að auki er keppt í unglingaflokkum og flokkum eldri kylfinga. Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri fer fram á Þorláksvelli. Íslandsmót eldri kylfinga 55 ára og eldri karla og 50 ára og eldri kvenna fer fram í Vestmannaeyjum. Íslandsmót unglinga fer fram á Korpúlfsstaðavelli – en þessi mót fara fram vikuna fyrir sjálft Íslandsmótið á Garðavelli.Afrekskylfingar Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Landsliðsverkefnin verða mörg á þessu sumri líkt og áður. Okkar fremstu áhugakylfingar munu keppa á einu virtasta móti heims, The Amateur Championship, sem haldið er í Skotlandi um miðjan júní. Piltalandslið undir 18 ára og kvennalandsliðið keppa á Evrópumótum landsliða, piltarnir í Finnlandi, og kvennalandsliðið í Danmörku. Karlalandsliðið keppir í 2. deild landsliða í Póllandi og freistar þess að vinna sér sæti á ný í Evrópumóti landsliða. Í byrjun ágúst keppa 3-4 kylfingar á Evrópumóti einstaklinga karla í Slóvakíu. Tvær stúlkur og tveir piltar 16 ára og yngri keppa á hinu sterka European Young Masters móti í Sviss í lok júlí. Loks keppa Íslandsmeistarar í 17-18 ára flokki á Duke of York mótinu í Skotlandi í september, en íslenskir kylfingar hafa sigrað á þremur af seinustu sex mótum.Smáþjóðaleikar 1.– 6. júní. Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 en leikarnir hafa einu sinni áður farið fram á Íslandi – árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt á Smáþjóðaleikunum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marinó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Landslið Íslands verða þannig skipuð á Smáþjóðaleikunum: Karlar: Kristján Þór Einarsson (Golfklúbbur Mosfellsbæjar), Haraldur Franklín Magnús (Golfklúbbur Reykjavíkur), Andri Þór Björnsson (Golfklúbbur Reykjavíkur). Konur: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (Golfklúbburinn Keilir), Sunna Víðisdóttir (Golfklúbbur Reykjavíkur), Karen Guðnadóttir (Golfklúbbur Suðurnesja). Í golfkeppninni verða eftirtaldar þjóðir með lið; Andorra, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marinó og Ísland. Karlaliðin verða alls sjö en kvennaliðin fjögur. „Smáþjóðaleikarnir eru mjög spennandi verkefni fyrir okkar kylfinga. Það verður skemmtilegt fyrir þá að vera hluti af stórum hópi íslenskra afreksíþróttamanna og keppa á leikunum. Þar sem erum að keppa í fyrsta sinn á þessu móti rennum við nokkuð blint í sjóinn hvað varðar styrkleika hinna þjóðanna. Okkar lið verður vel skipað og við stefnum að sjálfsögðu á sigur, ekkert annað kemur til greina,” sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Alls verður keppt í 10 keppnisgreinum á leikunum en golf og áhaldafimleikar eru nýjar greinar. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Áhaldafimleikar, blak/strandblak, borðtennis, frjálsar íþróttir, golf, júdó, körfuknattleikur, skotíþróttir, sund og tennis. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gísli Sveinbergsson úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR verða stigameistarar í lok tímabilsins ef marka má spá sérfræðinga sem kynnt var á kynningarfundi Eimskipsmótaröðarinnar í dag. Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls verða mótin sex á Eimskipsmótaröðinni. Golfsamband Íslands kynnti keppnisdagskrána 2015 á Eimskipsmótaröðinni á fundi með fréttamönnum í dag, auk þess að segja frá Íslandsbankamótaröðinni og helstu landsliðsverkefnunum sem eru framundan hjá afrekskylfingunum. Þetta er í 27. sinn sem keppt er um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS stóðu uppi sem stigameistararar á síðasta tímabili og var það í fyrsti stigameistaratitill þeirra beggja. Sunna fékk 53 stig af alls 80 mögulegum í spá sérfræðinganna sem valdir voru af GSÍ. Þar á eftir komu þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (46), Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (39), Karen Guðnadóttir, GS (31) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (17). Gísli fékk 51 stig af alls 80 mögulegum en þar á eftir komu þeir Kristján Þór Einarsson, GM (46), Haraldur Franklín Magnús, GR (26), Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (20) og Axel Bóasson, GK (19). Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir það sem er framundan hjá íslenskum kylfingum á þessu golfsumri.Golfsumarið 2015 Það er mat fagmanna og sérfræðinga sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi vel undan vetri. Þrátt fyrir leiðindatíð í vetur, þar sem hver lægðin rak aðra, er ljóst að grasplantan hefur haft það býsna gott í frekar mildum vetri. Ástandið er því mun betra en fyrir árið síðan. Vorið hefur samt sem áður verið frekar kalt en það ætti ekki að koma niður á gæðum valla þegar golfvertíðin hefst af fullum krafti. Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni ár hvert markar upphafið á skemmtilegri keppni hjá afrekskylfingum landsins. Það er ljóst að breiddin er mun meiri en áður og margir kylfingar ætla sér stóra hluti á golfsumrinu 2015.Eimskipsmótaröðin 2015 Fyrsta mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins hefst á Hólmsvelli í Leiru . Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar í karla- og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst. Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð stigameistari í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð stigameistari í kvennaflokki. Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskipsmótaröðinni líkt og á undanförnum árum. Leikið verður á einum nýjum velli á Eimskipsmótaröðinni í sumar - og einn gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn að nýju eftir margra ára fjarveru. Leiknar verða 54 holur á mótunum á Eimskipsmótaröðinni, að Íslandsmótinu undanskildu þar sem leiknar eru 72 holur. Á fyrsta og síðasta mótinu verða keppnisdagarnir tveir og leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur keppenda telur á heimslista áhugamanna og ljóst er að mikil spenna mun ríkja á mótum sumarsins.Egils Gull mótið 23-24. maí (1) Hólmsvöllur í Leiru er einn af þekktustu keppnisvöllum Eimskipsmótaraðarinnar og landfræðileg staðsetning vallarins gerir það að verkum að „Leiran” er ávallt á meðal fyrstu golfvalla landsins sem opnar inn á sumarflatir að vori til. Flatirnar í „Leirunni” þóttu mjög góðar sumarið 2014 og eftir mildan vetur eru miklar líkur á því að þær verði jafnvel enn betri golfsumarið 2015. Leiknar verða 54 holur, 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi.Securitasmótið 29.-31. maí (2) Vestmannaeyjavöllur er í hópi bestu golfvalla landsins og töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum undanfarin misseri. Ný flöt á 15. braut hefur reynst vel og verður áhugavert að sjá hvernig kylfingum tekst að venjast þeirri breytingu. Í Vestmannaeyjum verða leiknar 18 holur á dag á þremur keppnisdögum - alls 54 holur.Símamótið 12.-14. júní (3) Í fyrsta sinn í sögunni fer fram mót á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Golfklúbbur Mosfellsbæjar verður gestgjafi mótsins en klúbburinn var stofnaður í fyrra með sameiningu Kjalar og Bakkakots. Hlíðavöllur hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Það verður spennandi að sjá hvernig bestu kylfingum landsins tekst til á nýjum keppnisvelli á Eimskipsmótaröðinni.Í Mosfellsbæ verða leiknar 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.Íslandsmótið í holukeppni 19.-21. júní (4) Jaðarsvöllur á Akureyri er á ný að skipa sér í fremstu röð golfvalla og fer Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli. Keppt var á Eimskipsmótaröðinni í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra bestu á Akureyri. Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur Kristján Þór Einarsson titil að verja í karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir, GK, í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið í holukeppni - og telur nú árangur kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Því er að miklu að keppa fyrir kylfinga að koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins 32 karlar og konur fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi.Íslandsmótið í golfi 23.-26. júlí (5) Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi. Þetta verður í annað sinn sem mótið fer þar fram en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn. Golfklúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mikil vinna hefur staðið yfir á undanförnum misserum hjá Leyni við undirbúning vallarins fyrir Íslandsmótið og innra starf klúbbsins hefur eflst mikið – og ríkir mikil tilhlökkun hjá mótshöldurum að taka á móti kylfingum og gestum á stærsta viðburð Eimskipsmótaraðarinnar. Leiknar verða 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum en keppni hefst á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi.Nýherjamótið 22.-23. ágúst (6) Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Keppt var síðast á Urriðavelli árið 2011 á Eimskipsmótaröðinni og er því töluvert langt um liðið frá því að bestu kylfingar landsins kepptu sín á milli á þessum fallega velli sem var vígður árið 1997 sem 18 holu völlur. Íslandsmótið í golfi hefur einu sinni farið fram á Urriðavelli - árið 2006. Leiknar verða 36 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.KPMG bikarinn Keppnisfyrirkomulagið á KPMG bikarnum verður með öðru sniði í ár en undanfarin ár. Keppt verður á Grafarholtsvelli samhliða Golfdeginum sem fram fer 27. júní. Í keppninni munu kylfingar úr landsliði Íslands keppa við „Pressulið“. Keppnin er hluti af lokaundirbúningi landsliðsins fyrir Evrópumótið.Bein textalýsing og lifandi skor Eimskipsmótaröðinni Golfsambandið stefnir að því að bæta enn frekar þjónustuna hvað varðar upplýsingar um gang mála á Eimskipsmótaröðinni. Sjálfboðaliðar á mótsstöðunum hafa staðið vaktina á undanförnum árum og uppfært skor keppenda á þriggja holu fresti. Það fyrirkomulag hefur gefist vel og verður það nota áfram en skorin er skráð í IPAD. Á lokadegi Íslandsmótsins á Garðavelli á Akranesi verða skor keppenda í lokaráshópunum uppfært eftir hverja holu. Ný framsetning og útlit á vefnum golf.is býður upp á nýja möguleika að koma á framfæri lifandi lýsingu á gangi mála á lokakeppnisdögum Eimskipsmótaraðarinnar. Þar verður að finna textalýsingar, uppfærsla á stöðu mála, myndir og myndbönd. Markmiðið er að sem flestir fjölmiðlar nýti sér þessa þjónustu.Önnur verkefni Það verður nóg um að vera í mótahaldinu hjá GSÍ og má þar nefna Sveitakeppni GSÍ. Keppt er í fimm deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Þar að auki er keppt í unglingaflokkum og flokkum eldri kylfinga. Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri fer fram á Þorláksvelli. Íslandsmót eldri kylfinga 55 ára og eldri karla og 50 ára og eldri kvenna fer fram í Vestmannaeyjum. Íslandsmót unglinga fer fram á Korpúlfsstaðavelli – en þessi mót fara fram vikuna fyrir sjálft Íslandsmótið á Garðavelli.Afrekskylfingar Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Landsliðsverkefnin verða mörg á þessu sumri líkt og áður. Okkar fremstu áhugakylfingar munu keppa á einu virtasta móti heims, The Amateur Championship, sem haldið er í Skotlandi um miðjan júní. Piltalandslið undir 18 ára og kvennalandsliðið keppa á Evrópumótum landsliða, piltarnir í Finnlandi, og kvennalandsliðið í Danmörku. Karlalandsliðið keppir í 2. deild landsliða í Póllandi og freistar þess að vinna sér sæti á ný í Evrópumóti landsliða. Í byrjun ágúst keppa 3-4 kylfingar á Evrópumóti einstaklinga karla í Slóvakíu. Tvær stúlkur og tveir piltar 16 ára og yngri keppa á hinu sterka European Young Masters móti í Sviss í lok júlí. Loks keppa Íslandsmeistarar í 17-18 ára flokki á Duke of York mótinu í Skotlandi í september, en íslenskir kylfingar hafa sigrað á þremur af seinustu sex mótum.Smáþjóðaleikar 1.– 6. júní. Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 en leikarnir hafa einu sinni áður farið fram á Íslandi – árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt á Smáþjóðaleikunum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marinó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Landslið Íslands verða þannig skipuð á Smáþjóðaleikunum: Karlar: Kristján Þór Einarsson (Golfklúbbur Mosfellsbæjar), Haraldur Franklín Magnús (Golfklúbbur Reykjavíkur), Andri Þór Björnsson (Golfklúbbur Reykjavíkur). Konur: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (Golfklúbburinn Keilir), Sunna Víðisdóttir (Golfklúbbur Reykjavíkur), Karen Guðnadóttir (Golfklúbbur Suðurnesja). Í golfkeppninni verða eftirtaldar þjóðir með lið; Andorra, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marinó og Ísland. Karlaliðin verða alls sjö en kvennaliðin fjögur. „Smáþjóðaleikarnir eru mjög spennandi verkefni fyrir okkar kylfinga. Það verður skemmtilegt fyrir þá að vera hluti af stórum hópi íslenskra afreksíþróttamanna og keppa á leikunum. Þar sem erum að keppa í fyrsta sinn á þessu móti rennum við nokkuð blint í sjóinn hvað varðar styrkleika hinna þjóðanna. Okkar lið verður vel skipað og við stefnum að sjálfsögðu á sigur, ekkert annað kemur til greina,” sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Alls verður keppt í 10 keppnisgreinum á leikunum en golf og áhaldafimleikar eru nýjar greinar. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Áhaldafimleikar, blak/strandblak, borðtennis, frjálsar íþróttir, golf, júdó, körfuknattleikur, skotíþróttir, sund og tennis.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira