Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir sættir í landsdómsmálinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum. Landsdómur Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum.
Landsdómur Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira