Fjölblöðrueggjastokkar sigga dögg skrifar 4. júní 2015 11:00 Leg Vísir/Skjáskot Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS) er þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Þetta er frekar algengt en það er talið að allt að 20% kvenna þjáist af þessu á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Einkenni geta komið fram strax við fyrstu blæðingar en einnig seinna og þá getur verið í kjölfar þyngdaraukningar. Einkenni eru misjöfn og mismikil á milli einstaklinga. Algengt einkenni hjá unglingum eru óreglulegar eða engar blæðingar.Algeng einkenni hjá fullorðnum konum: - Óútskýrð þyngdaraukning - Ófrjósemi - Óreglulegur tíðahringur - Langur tíðahringur - Miklar blæðingar á túr - Aukin hárvöxtur eða skallablettamyndun - Bólur Það er mikilvægt að greina þetta sem fyrst því að líkaminn getur þróað með sér fylgikvilla líkt og sykursýki, of háan blóðþrýsting, æð- og hjartasjúkdóma og jafnvel krabbamein í kjölfarið.Vísir/SkjáskotHvernig er þetta greint?Læknir skoðar sjúkrasögu, framkvæmir líkamsskoðun, greinir hormón með blóðprufu og framkvæmir ómskoðun.Hvað er til ráða? Ef kona er ekki að reyna að verða ólétt þá er mælt með að hún taki inn getnaðarvarnapilluna til að fá hormón sem draga úr myndun andrógena. Ef kona er að reyna að verða þunguð þá er hægt að fá lyf sem örva myndun eggja á eggjastokkinum.Mataræði og lífstíll geta haft áhrif og er það mikilvægt að halda sér í kjörþyngd og takmarka neyslu á kolvetnum og hreyfa sig regluleg.Sumar konur hafa látið vel af jurtum frá grasalæknum. Kvennadeild Landspítalans leitar nú að þátttakendum í rannsókn og ef þú ert á aldrinum 18-45 ára og er þunguð en komin styttra en 13 vikur þá getur þú tekið þátt. Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið
Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS) er þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Þetta er frekar algengt en það er talið að allt að 20% kvenna þjáist af þessu á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Einkenni geta komið fram strax við fyrstu blæðingar en einnig seinna og þá getur verið í kjölfar þyngdaraukningar. Einkenni eru misjöfn og mismikil á milli einstaklinga. Algengt einkenni hjá unglingum eru óreglulegar eða engar blæðingar.Algeng einkenni hjá fullorðnum konum: - Óútskýrð þyngdaraukning - Ófrjósemi - Óreglulegur tíðahringur - Langur tíðahringur - Miklar blæðingar á túr - Aukin hárvöxtur eða skallablettamyndun - Bólur Það er mikilvægt að greina þetta sem fyrst því að líkaminn getur þróað með sér fylgikvilla líkt og sykursýki, of háan blóðþrýsting, æð- og hjartasjúkdóma og jafnvel krabbamein í kjölfarið.Vísir/SkjáskotHvernig er þetta greint?Læknir skoðar sjúkrasögu, framkvæmir líkamsskoðun, greinir hormón með blóðprufu og framkvæmir ómskoðun.Hvað er til ráða? Ef kona er ekki að reyna að verða ólétt þá er mælt með að hún taki inn getnaðarvarnapilluna til að fá hormón sem draga úr myndun andrógena. Ef kona er að reyna að verða þunguð þá er hægt að fá lyf sem örva myndun eggja á eggjastokkinum.Mataræði og lífstíll geta haft áhrif og er það mikilvægt að halda sér í kjörþyngd og takmarka neyslu á kolvetnum og hreyfa sig regluleg.Sumar konur hafa látið vel af jurtum frá grasalæknum. Kvennadeild Landspítalans leitar nú að þátttakendum í rannsókn og ef þú ert á aldrinum 18-45 ára og er þunguð en komin styttra en 13 vikur þá getur þú tekið þátt.
Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið