Barbie dúkkan stendur svo sannarlega á tímamótum. Dúkkan, sem alla tíð hefur verið með fót gerðan fyrir hælaskó, getur nú loksins staðið í báðar fætur, eða hefur valmöguleikann til þess.
Nú hefur liðamótum verið bætt við ökklann á dúkkunni, sem gerir það að verkum að hún getur þá bæði verið í hælum og flatbotna skóm.
Þetta telst því vera stórt feminískt skref fyrir dúkkuna, eða réttara sagt eigendur hennar, þar sem hún getur loksins valið sjálf hverskonar skó hún kýs.
