Úrslitin í Danmörku ráðast á síðustu atkvæðunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 18:35 Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira