Hafði mikinn áhuga á veikindum frænda síns Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 21. júní 2015 16:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær.
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira