Þrír Íslendingar eiga möguleika á að komast inn á þrjú risamót í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 16:15 Guðmundur Ágúst Kristjánsson á mótinu. Vísir/Getty Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17 Golf Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17
Golf Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira