Þakkarræða Halldóru sló í gegn: "Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 21:24 Halldóra Geirharðsdóttir hlaut mikið lof fyrir ræðu sína á Grímuhátíðinni í kvöld. Vísir/Andri Marinó Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015 Gríman Leikhús Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015
Gríman Leikhús Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira