Búist við lögum á verkföllin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 19:04 Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira