Búist við lögum á verkföllin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 19:04 Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira