Svenni Þór með sitt fyrsta tónlistarmyndband Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2015 17:30 Tónlistarmaðurinn Svenni Þór hefur sent frá sér myndband við nýtt lag sem ber nafnið Free. Lagið er jafnframt annað smáskífulagið sem Svenni sendir frá sér en hann sendi lagið Purple Flower frá sér á síðasta ári. „Lagið semur vinur minn Þórir Úlfarsson og textann á ég sjálfur. Hljómsveitin Goðsögn spilar undir í laginu og er það hljómsveit sem ég, ásamt góðum vinum hef verið í síðustu þrjú ár," segir Svenni spurður út í lagið. Þetta er jafnframt fyrsta myndbandið sem Svenni sendir frá sér. „Myndbandið vann Eiríkur Hafdal og það var tekið upp eina kvöldstund í Stúdíó Paradís. Þetta tók skemmtilega stuttan tíma þar sem ég var með frekar skýra mynd í huga hvernig ég vildi hafa það,“ segir Svenni spurður út í myndbandið. Svenni á í nógu að snúast um þessar mundir að leika, syngja og dansa í Billy Ellliot í Borgarleikhúsinu, ásamt því að syngja og spila í veislum og öðrum skemmtunum. Hann er einnig að vinna í fleiri lögum sem væntanleg eru til útgáfu á árinu. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Svenni Þór hefur sent frá sér myndband við nýtt lag sem ber nafnið Free. Lagið er jafnframt annað smáskífulagið sem Svenni sendir frá sér en hann sendi lagið Purple Flower frá sér á síðasta ári. „Lagið semur vinur minn Þórir Úlfarsson og textann á ég sjálfur. Hljómsveitin Goðsögn spilar undir í laginu og er það hljómsveit sem ég, ásamt góðum vinum hef verið í síðustu þrjú ár," segir Svenni spurður út í lagið. Þetta er jafnframt fyrsta myndbandið sem Svenni sendir frá sér. „Myndbandið vann Eiríkur Hafdal og það var tekið upp eina kvöldstund í Stúdíó Paradís. Þetta tók skemmtilega stuttan tíma þar sem ég var með frekar skýra mynd í huga hvernig ég vildi hafa það,“ segir Svenni spurður út í myndbandið. Svenni á í nógu að snúast um þessar mundir að leika, syngja og dansa í Billy Ellliot í Borgarleikhúsinu, ásamt því að syngja og spila í veislum og öðrum skemmtunum. Hann er einnig að vinna í fleiri lögum sem væntanleg eru til útgáfu á árinu.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira