Mögulegur úrslitafundur í deilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2015 12:02 Frá fyrri samningafundi. Vísir/Valli Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason. Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason.
Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira